FréttirFréttir

Hringtorg gert við Fornubúðir

15. ágú. 2001


Nú er hafin gerð hringtorgs á mótum Strandgötu og Fornubúða. Framkvæmdum á að vera lokið 1. nóvember næstkomandi. Það eru Hafnarfjarðarbær og Vegagerðin sem standa að þessari framkvæmd. Hringtorginu er ætlað að leysa úr þeim umferðarhnútum sem þarna hafa skapast með núverandi fyrirkomulagi. Unnt er að gera hringtorgið á auða planinu sunnan við Íshúsið án þess að raska umferð um gatnamótin fyrr en þegar kemur að tengingum aðliggjandi gatna við torgið. Það er verktakafyrirtækið JVJ sem vinnur verkið og eru verklok sett 1. nóvember næstkomandi.