FréttirFréttir

Lýðræðis- og jafnréttimál

21. mar. 2001

Jafnréttisfulltrúi hefur verið starfandi hjá Hafnarfjarðarbæ frá árinu 1999. Jafnréttisfulltrúi vinnur að stefnumótun í jafnréttismálum í Hafnarfirði jafnt innan sem utan stofnana bæjarins og sér um framkvæmd jafnréttisstefnu Hafnarfjarðarbæjar.  Árið 2003 var nafni jafnréttisnefndar breytt í lýðræðis- og jafnréttisnefnd og ráðinn lýðræðis- og jafnréttisfulltrúi.

Lýðræðis- og jafnréttisfulltrúi er Anna Jörgensdóttir

Lýðræðis- og jafnréttisfulltrúii vinnur í nánum tengslum við lýðræðis- og jafnréttisnefnd og framfylgir samþykktum hennar. Fulltrúinn sér m.a. um gagnasöfnun fyrir nefndina, undirbúning funda, ritun fundargerða og umsjón verkefna.

Jafnréttisstefna Hafnarfjarðarbæjar tekur til stjórnkerfis Hafnarfjarðarbæjar, starfsmanna og þeirrar þjónustu sem stofnanir og fyrirtæki bæjarins veita bæjarbúum. Í áætluninni er meðal annars fjallað um skipan í ráð og nefndir, launakjör karla og kvenna, jafnréttisfræðslu í skólum og jafnréttisráðgjöf til starfsmanna.

Lýðræðis- og jafnréttisnefnd veitir árlega styrki til jafnréttisverkefna og tekur lýðræðis- og jafnréttisfulltrúi á móti umsóknum um styrkina. Umsóknarfrestur er auglýstur í dagblöðun og á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar. Styrkir til jafnréttisverkefna hafa verið veittir frá árinu 2000.


Jafnréttisverðlaun Hafnarfjarðar voru veitt í annað sinn árið 2001 og verða framvegis veitt annað hvert ár. Auglýst er eftir tilnefningum en verðlaunin eru veitt fyrirtæki, einstaklingi eða félagasamtökum í Hafnarfirði sem hafa lagt sitt af mörkum til að stuðla að auknu jafnrétti kynjanna.

Eitt af verkefnum lýðræðis- og jafnréttisfulltrúa er að hafa umsjón með gerð kanna, úttekta og rannsókna á stöðu kynjanna. Árið 2000 var gerð greining á launum karla og kvenna sem starfa hjá Hafnarfjarðarbæ. Greiningin tók til 990 starfsmanna bæjarins og leiddi í ljós 8 % kynbundinn launamun. Sama ár var gerð viðhorfskönnun sem var lögð fyrir starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar. Niðurstöður beggja þessara kannana voru birtar í bæklingi sem sendur var öllum starfsmönnum bæjarins.
 
Í jafnréttisstefnu Hafnarfjarðarbæjar fyrir árin 2004-2007 er gert ráð fyrir að öll svið bæjarins setji sér sérstaka jafnréttisáætlun. Á árinu 2004 settu fjölskyldu- og þjónustu- og þróunarsvið sér jafnréttisáætlanir.

Bæjarbúum, starfsmönnum og stjórnendum í bæjarkerfinu stendur til boða aðstoð lýðræðis- og jafnréttisfulltrúa í jafnréttismálum. Þetta á við um launakjör og samskipti á vinnustað, kynferðislega áreitni og önnur mál sem snúa að jafnrétti.

Á árinu 2004 var haldið íbúaþing í Hafnarfirði undir yfirskriftinni "Undir Gafli". Hægt er að nálgast niðurstöður þingsins hér.