FréttirFréttir

Stofnbúnaður Iðnskólans

29. jan. 2001


Undirritaður hefur verið samningur um fjárframlög vegna stofnbúnaðarkaupa til Iðnskólans í Hafnarfirði frá Hafnarfjarðarbæ og menntamálaráðuneyti. (26.1.2001)

Í samningi um öflun stofnbúanðar til Iðnskólans í Hafnarfirði er kveðið á um að á árunum 2000, 2001 og 2002 muni Hafnarfjarðarbær og menntamálaráðuneytið beita sér fyrir fjárveitingum til búnaðar- og tækjakaupa að fjárhæð 20 milljónir króna. Stefnt er að því að tveir þriðju hlutar fjárveitinganna hafi komið til greiðslu við árslok 2001. Skipting er þannig að bæjarsjóður Hafnarfjarðar greiðir 40% en ríkissjóður 60%. Það eru bæjarstjórinn í Hafnarfirði, menntamálaráðherra og fjármálaráðherra sem undirrita samninginn.