FréttirFréttir

Verkfalli frestað, kennsla hefst í grunnskólum Hafnarfjarðar á mánudaginn

29. okt. 2004


Verkfalli grunnskólakennara hefur verið frestað. Kennsla hefst í grunnskólum Hafnarfjarðar á mánudaginn. Vetrarfríi sem ráðgert hefur verið í skólum bæjarins á mánudaginn hefur verið aflýst.

Fræðsluráð Hafnarfjarðar var boðað til aukafundar í dag þar sem eftirfarandi tillaga var lögð fram til afgreiðslu og samþykkt. “Fræðsluráð samþykkir að fella niður vetrarfrí í grunnskólum Hafnarfjarðar sem vera átti 1. nóvember. “ sjá fundargerð fræðsluráðs

Nemendur eiga að mæta í skólann á mánudaginn samkvæmt stundaskrám.