FréttirFréttir

Jólagjafir til þjóðþekktra Íslendinga

1. des. 2004

Föstudaginn 3. desember kl. 16:00, verður opnuð í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar sýninginguna Jólagjafir til þjóðþekktra Íslendinga. Á undanförnum árum hefur menntun hönnuða eflst mjög hér á Íslandi og einn kröftugasti sprotinn í þeirri flóru er hönnunardeild Iðnskólans í Hafnarfirði. Sú hugmynd kom upp í Hafnarborg fyrr á árinu að fá til liðs við sig nemendur á lokaári hönnunardeildarinnar og fá þá til að hanna jólagjafir fyrir þjóðþekkta Íslendinga. Nemendurnir völdu sjálfir hverjum þeir vildu gefa gjafirnar og útlit sýningarinnar, boðskort og sýningarskrá eru einnig þeirra verk.

Á sýningunni sem opnuð verður í  í Hafnarborg n.k. föstudag eru jólagjafir sem 26 nemendur hönnunardeildar Iðnskólans í Hafnarfirði hafa hannað og búið til.Meðal þeirra sem njóta gjafa iðnskólanemanna eru Vigdís Finnbogadóttir, Birgitta Haukdal, Kári Stefánsson og Ingvar Sigurðsson.

Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17 og henni lýkur á Þorláksmessu 23. desember.