FréttirFréttir

Mislæg gatnamót og / eða hringtorg - Reykjanesbraut, Hvaleyrarholt, Byggðahverfi og Vellir

7. sep. 2005

Fundur var haldinn um miðjan maí þar sem kynntar voru  hugmyndir að vegtengingu milli Hvaleyrarholts og Valla fyrir bæjarfulltrúum.  Þær tengingar verða að sjálfsögðu að fara yfir Reykjanesbraut.  Þær hugmyndir sem kynntar voru á fundinum voru annarsvegar um mislæg gatnamót á Reykjanesbraut og hinsvegar lá fyrir hugmynd að hringtorgi.  Áður hafði verið rætt um tengingu hverfanna en þá var áætlað að sú tenging yrði í brekkunni neðan við Hvaleyrarskóla og þar gat ég séð fyrir mér að tenging frá Hvaleyrarholti yfir á Velli kæmi til með að vinnast með svipuðum hætti og afrein af Reykjanesbraut inn og út frá Áslandi og íþróttasvæði Hauka á Völlum.  Á áður nefndum fundi  spurðist ég fyrir um þá hugmynd með vegtengingu þar sem að hún myndi síður bjóða upp á hraða umferð í gegnum Hvaleyrarholt út á Reykjanesbraut, var mér því svarað að eftir athuganir væri ekki næganlegt landsvæði fyrir neðan holtið til þess að þær framkvæmdir gætu átt sér stað.  Þá voru kynnt mislæg gatnamót með tveimur hringtorgum, annað hringtorganna var tengt Byggðabraut sem er í Byggðahverfi sunnan Hvaleyrarholts en hitt á Reykjanesbrautinni.  Þar sem mér fannst ekki geta gengið eftir  var að hringtorg tengt Byggðabraut var þar með komið mjög nálægt húsum þeim sem standa við Klettabyggð sem standa á hraunlóðum og þar með ekki svo auðvelt að vernda íbúa þeirra  fyrir  umferðarhávaða fyrir utan það að umferðin var  þar með komin of nálægt húsunum.

Ég hef ekki verið hlynnt því að hringtorg séu sett niður til bráðabirgða eins og gert var á Reykjanesbraut við Setbergshverfið, þar hefði ég viljað sjá brautina setta í stokk til frambúðar. En til þess að vernda byggðina í Byggðahverfi eins og annars staðar í bænum fyrir umferðarmengun var skásti kostur af þeim hugmyndum sem fyrir fundinum lágu að setja eitt hringtorg á Reykjanesbraut, þá kæmi vegur sem tengdist Byggðabraut og þar með Hvaleyrarholti á sam hátt og Vallahverfi. Íbúar á Völlum verða ekki eins varir við þessar framkvæmdir þar sem landsvæði er mikið mun meira þeim megin við Reyjanesbrautina og þar af leiðandi mikið minni hætta að þær hugmyndir sem hér um ræðir verði þar of nálægt byggðinni.

Ritstjóri Fjarðarpóstsins lætur að því liggja í leiðara sínum 2. júní s.l. að það sé ekki sama hvar í bænum bæjarfulltrúar búi þegar uppi eru umræður eins og sú sem hér um ræðir vegna þess að það geti mótað afstöðu þeirra til mála.  Ritstjórinn tiltekur afstöðu mína til málsins en miskilur hugsunina á bak við hana. Ég vil taka það fram, að þrátt fyrir að ég búi á þeim slóðum þar sem vegtenging við Vallahverfi kemur að öllum líkindum til með að koma, mótaðist ekki afstaða mín til málsins vegna þess heldur fyrst og fremst vegna  íbúa og eigenda þeirra húsa sem hefðu komið til með að fá aukna umferð og mikið mannvirki upp

 að lóðarmörkum hjá sér,  afstaða tekin á sama hátt og ég tók vegna íbúa Setbergshverfis, Álfaskeiðs og Öldrunarsamtakanna Hafnar á sínum tíma sem var  að Reykjanesbrautin skyldi sett í stokk til að minnka umferðamengun sem hefði orðið mun farsælla heldur en að hafa hana eins og hún er í dag.

Fyrirhugaðar framkvæmdir verða örugglega kynntar fyrir íbúum Hvaleyrarholts, Byggðahverfis og Valla með teikningum og nánari útskýringum áður en lengra er haldið í undibúningi fyrir vegtengingu milli hverfanna, það er bara sjálfsagt íbúalýðræði og þá fá bæjarfulltrúar að heyra hvað íbúum finnst um fyrirhugaðar framkvæmdir.

 

 

Valgerður Sigurðardóttir

bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Hafnarfjarðar