FréttirFréttir

Útboð opnuð í niðurrif á húsum á Norðurbakka

1. des. 2004

Hafnarfjarðarbær auglýsti fyrir skömmu útboð vegna niðurrifs á húsum á Norðurbakka, til að rýma fyrir væntanlegri uppbyggingu á Norðurbakka.Um var að ræða eftirtalin hús og var heimilt að bjóða í einstök hús til brottflutnings:

Vesturgata 9-13, áður Bæjarútgerðin
Vesturgata 15, áður Norðurstjarnan
Hafnarbakki, vigtarhús og vigtarþró
Vesturgata 17, áður vöruskemma og hafnarskemma.
Vesturgata 19, áður vöruskemma

Heildarflatarmál húsa sem á að rífa er um 8.300 m² og 60.000 m³. Verktími er frá 15. janúar -15 apríl 2005.

Tilboð voru opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óskuðu í gær, þriðjudaginn 30.nóvember. Bjóðendur voru inntir eftir skýringum eða fyrirvörum sem bóka þyrfti áður en tilboð væru opnuð. Engar athugasemdir.

1. Hagvirki h.f. 68.620.000,-
2. Klæðning h.f. 46.924.245,-
3. Hvolf ehf. 64.802.913,-
4. Bortækni Karbó ehf. 31.340.000,-
5. Ístak h.f. 109.660.084,-
6. BT sögun ehf. 29.905.000,-
7. Línuborun ehf. 86.805.524,-
8. ETE ehf. 56.875.606,-
9. Háfell ehf. 99.152.500,-
10. Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar 69.912.466,-
Tilboð í hús nr. 5 6.653.143,-
Tilboð í hús nr. 8 5.335.025,-
Tilboð í hús nr. 9 1.778.342,-
11. GT- verktakar 46.500.000,-
12. ABLTAK ehf. 40.290.000
13. Dráttarbílar 39.334.500,-

Kostnaðaráætlun verkkaupa 70.010.000,-