FréttirFréttir

Ókeypis „Fróðleiksmolar“ í Pakkhúsinu

30. nóv. 2004

Mánaðarlega mun Byggðasafn Hafnarfjarðar bjóða upp á „Fróðleiksmola“ í sýningarhúsinu, Pakkhúsinu við Vesturgötu 8. Á afmælisári rafvæðingar er við hæfi að Sveinn Þórðarson sagnfræðingur, kennari og höfundur bókarinnar Afl í segulæðum. Saga rafmagns á Íslandi í 100 ár, miðli fyrsta fróðleiksmolanum og mun hann fjalla um aðdraganda og upphaf rafvæðingar sem og þróun fram eftir öldinni.

„Fróðleiksmolar“ í Pakkhúsinu 2004-2005

Desember
Miðvikudagurinn 8. desember, kl. 20:00.
Efni: Um aðdraganda og upphaf rafvæðingar og þróun fram eftir öldinni.
Sveinn Þórðarson, sagnfræðingur og kennari, höfundur bókarinnar:
Afl í segulæðum. Saga rafmagns á Íslandi í 100 ár. 

Janúar
Miðvikudagurinn 19. janúar, kl. 20:00.
Efni: Athafnalíf á Norðurbakkanum.

Febrúar
Miðvikudagurinn 16. febrúar,  kl. 20:00.
Efni: Um húsvernd og endurgerð gamalla timburhúsa.

Mars
Miðvikudagurinn 16 mars,  kl. 20:00.
Efni: Félagsmiðstöðvar í sögulegu ljósi.

Apríl
Miðvikudagurinn13. apríl, kl. 20:00.
Efni: Um menningarútivist í Hafnarfirði.