FréttirFréttir

Frábær helgi í Jólaþorpinu

29. nóv. 2004

Jólaþorpið við Hafnarborg var opnað sl. laugardag með mikilli viðhöfn. Margt var um manninn í jólaþorpinu um helgina og ekki annað að heyra og sjá en fólk kynni vel að meta það sem jólaþorpið hefur upp á að bjóða. Á laugardeginum var mikið um dýrðir en þá var kveikt á jólatrénu frá Frederiksberg, vinabæ Hafnarfjarðar í Danmörku. Sendiherra Dana á Íslandi, Lasse Reimann flutti kveðju og tendraði ljósin og það var svo Gunnar Svavarsson, forseti bæjarstjórnar sem opnaði jólaþorpið formlega.

Á sunnudeginum voru það stelpurnar úr Nylon sem skemmtu gestum ásamt Kammerkór Hafnarfjarðar. Grýla og jólasveinn kíktu líka í heimsókn í þorpið en heyrst hefur að þau verði í þorpinu allar helgar fram að jólum.

Stúfur og félagar voru mjög vinsælir til myndatöku,eins og sjá má á myndinni sem fylgir. Tilvalið er að koma í Jólaþorpið og taka myndir í jólakortið !!


Þorpið verður opnað að nýju næstu helgi.