FréttirFréttir

Öldutúnsskólanemendur styðja Filippseyinga

25. mar. 2014

Nemendur í 10. bekk í Öldutúnsskóla afhentu í morgun 193.000 kr. til UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, sem stuðning sinn til íbúa Filippseyja í þá uppbyggingu sem nú er nauðsynleg í kjölfar óveðurs þar á síðasta ári. Fjármagnið verður nýtt til að bæta aðstöðu íbúa á Filippseyjum með sérstaka áherslu á börn. Þetta var kynnt á athöfn í skólanum í morgun og UNICEFafhent styrkupphæðin.

Hugmyndin kom frá einum nemanda í 10. bekk skólans, Hrafnhildi Emmu, en hópur nemenda í skólanum skipulagði námsmaraþon til að afla styrktarfjár. Námsmaraþonið var haldið í janúar og styrkt af fyrirtækjum, ættingjum og vinum auk þess sem starfsfólk skólans aðstoðaði við námsmaraþonið sjálft.

Myndin hér ofar er af nemendahópnum sem undirbjó námsmaraþongið og sú hér neðar af Hrafnhildi Emmu afhenda fulltrúa UNICEF styrktarféð í morgun.