FréttirFréttir

Kynningarfundur og framlengdur athugasemdafrestur

25. mar. 2014

Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar, samþykkti á fundi sínum þann 25. mars 2014 að framlengja athugasemdafrest á tillögu að breyttu miðbæjarskipulagi fyrir lóðina Strandgötu 26-30 í Hafnarfirði til 14. apríl n.k.

Tillagan  verður áfram til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðar Strandgötu 8-10 og hjá skipulags- og byggingarsviði Norðurhellu 2,  til 14. apríl, 2014.

Hægt er að skoða deiliskipulagstillöguna hér á vef bæjarins.

Nánari upplýsingar eru veittar á skipulags- og byggingarsviði.

Boðað er til kynningarfundar um skipulagið mánudaginn 31.mars kl. 17.00 í Hafnarborg.

Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna og skal þeim skilað skriflega til skipulags- og byggingarsviðs Hafnarfjarðarbæjar, eigi síðar en 14. apríl 2014. Þeir sem ekki gera athugasemd við breytinguna teljast samþykkir henni.

Skipulags- og byggingarsvið Hafnarfjarðar