FréttirFréttir

Lýðræðisverkefnið, Youth: your voice – hvernig gengur?

25. mar. 2014

Verkefnið, Youth: your voice, er unnið með ungmennum frá Noregi og Lettlandi. Helstu markmið verkefnisins er að kanna leiðir til þess að auka þátttöku ungs fólks í samfélaginu, auka skilning ungs fólks á að láta mikilvæg málefni sig varða ásamt því að ræða um leiðir og aðferðir sem hvetur ungt fólk til þátttöku.

Okkur finnst líka áhugavert að sjá hvernig önnur ungmennaráð starfa, í þessu sambandi, ungmennaráð í Noregi, Austrheim Ungdomsrad og Radoy Ungdomsrad og Lettlandi, Gulbene. Við höfum fengið tækifæri til þess að læra af hverju öðrum og deila þekkingu á milli hópana.

Við völdum þrjár aðferðir til þess að útfæra í hjá okkur. En fyrst vorum við með ,,súpuboð“ fyrir bæjarfulltrúa þar sem við ræddum við þá um málefni ungs fólks. Svo vorum við með ,,nýliðanámskeið“ fyrir fulltrúa í Ungmennaráði Hafnarfjarðar.

Þar var m.a. farið í gegnum lög UMH, ungmennaþing, áheyrnarfulltrúa, hlutverk starfsmanna, fundarstjórnun o.fl. Okkur finnst að með námskeiðinu þá séum við að auka líkurnar á að láta rödd okkar heyrast þar sem fleiri vita hvernig við getum farið að því.

Þriðja aðferðin sem við ákváðum að velja var kynning á UMH meðal ungs fólks. Við verðum með viðburð á Björtum dögum og markmiðið er að gera Ungmennaráð Hafnarfjarðar sýnilegra ásamt því að veita ungu fólki í Hafnarfirði skemmtun.

Við stefnum svo á að gera stuttmynd um verkefnið þar sem allar þær aðferðir sem hóparnir hafa valið sér verða kynntar. Þannig getum við deilt reynslu okkar á t.d. netinu. Lýðræðisverkefnið, Youth: your voice, er styrkt af Evrópu unga fólksins.