FréttirFréttir

Undanúrslit í Veistu svarið?

25. mar. 2014

Öldutúnsskóli atti kappi við Hvaleyrarskóla og sigraði örugglega 28-19. Áslandsskóli og Setbergsskóli áttust við og Áslandsskóli vann 31-24. Undanúrslit í spurningakeppni grunnskólanna, Veistu svarið?, fóru fram mánudagskvöldið 24. mars.

Það verða því Áslandsskóli og Öldutúnsskóli sem keppa til úrslita föstudaginn 4. apríl. Viðureignin fer fram í Hamarssal í Flensborg og hefst kl. 20