FréttirFréttir

  • Flottir krakkar úr Hraunvallaskóla

Velkomin í skólann þinn !

24. mar. 2014

Þessa dagana berast bréf til barna sem næsta haust hefja skólagöngu í grunnskólum Hafnarfjarðar.  Með bréfi þessu eru börn boðin velkomin í sinn hverfisskóla en jafnframt er foreldrum bent á möguleika á að sækja um aðra skóla. 

Að byrja í grunnskóla er stórt skref í lífi hvers barns og við slík tímamót er samstarf heimilis og skóla afar mikilvægt.  Allar heimasíður skólanna gefa góðar upplýsingar um starf og áherslur skólanna og er áhugavert að gefa sér tíma til að líta á það með barninu.  Öllum óskum um heimsóknir í skólana er tekið fagnandi.

Skólasetning verður 22. ágúst nk. en nánari tímasetningar verða auglýstar síðar.

Innritun í frístundaheimili, sem er lengd viðvera fyrir 1.-4. bekk fer fram rafrænt á Mínum síðum á www.hafnarfjordur.is og hefst innritun 20. maí nk.

Sérstök athygli er vakin á því að umsóknarfrestur um heimild til að stunda nám í sjálfstætt reknum skólum eða grunnskólum annarra sveitarfélaga á næsta skólaári er til 1. maí 2014.