FréttirFréttir

Hverfafundur í Hraunvallaskóla í kvöld

26. mar. 2014

Síðustu daga hefur  bæjarstjóri, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, haldið hverfafundi þar sem fjallað hefur verið m.a. um fjármál bæjarins, hjúkrunarheimili í Skarðshlíðinni, endurskoðun á aðalskipulagi bæjarins og annað sem er á döfinni í viðkomandi hverfum.

Í kvöld verður fundað með íbúum í Setbergi, á Völlum og í Áslandi. Hefst fundurinn kl. 19.30 i Hraunvallaskóla

Að kynningu lokinni mun bæjarstjóri svar spurningum sem brenna á fundargestum og tekið verður við ábendingum um það sem betur mætti fara í bænum.

Þinn fundur – Þitt hverfi

Suðurbær , Hvaleyrarholt
Mánudaginn 24.mars kl. 19.30 – 21.00
Fundarstaður; Hvaleyrarskóli

Norðurbær – Vesturbær – Miðbær – Hraun
Þriðjudaginn 25.mars kl. 19.30 – 21.00
Fundarstaður; Lækjarskóli

Vellir – Ásland- Setberg
Miðvikudaginn 26.mars kl. 19.30 – 21.00
Fundarstaður; Hraunvallaskóli

Beint samband

Hverfafundirnir eru góð leið til að koma skoðunum á framfæri og fá svör við spurningum. Öllum ábendingum verður komið áfram til þeirra sem hafa með málin að gera og þeim er síðan fylgt eftir.

Hverfafundir eru góður vettvangur til að fylgjast með því sem er á döfinni og þar hafa bæjarbúar tækifæri til að spyrja bæjarstjórann beint um málefni bæjarins.

Sjáumst á fundunum.