FréttirFréttir

Sumarstörf hjá Hafnarfjarðarbæ 2014

27. mar. 2014

Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða sumarstarfsfólk til starfa fyrir sumarið 2014. Til umsóknar eru störf flokkstjóra (fæddir 1993 og eldri) og leiðbeinenda (fæddir 1994 – 1997) á vegum Vinnuskóla og Umhverfis og framkvæmda.

Vinnutímabilið er 120 klst. í 4 vikur fyrir 17 ára, 216 klst. í 6 – 7 vikur fyrir 18 - 20 ára og 264 klst. fyrir 21 árs og eldri. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Hafnarfjarðarbæjar og viðkomandi stéttarfélags.

Sótt er um sumarstörf rafrænt - smelltu hér til að komast á umsóknarsíðuna.

Ath. að umsóknarfrestur er 19. mars til 6. apríl. Ekki er tekið á móti umsóknum eftir þann tíma.

Frekari upplýsingar er hægt að nálgast á skrifstofu vinnuskólans í síma 565-1899 og í gegnum vinnuskoli@hafnarfjordur.is.