Nóg um að snúast hjá Verkhernum
Verkherinn er atvinnuúrræði fyrir ungmenni með fatlanir á
aldrinum 16- 20 ára og er staðsettur í Húsinu, Suðurgötu 14. Eitt af fjölmörgum
verkefnum Verkhersins í sumar er að kynna heilsubæinn Hafnarfjörð og sýna hann
frá sjónarhorni ungmenna í Hafnarfirði. Sérstakur fjölmiðlahópur innan
Verkhersins sér um þessa kynningu og hefur sérstakur aðgangur verið opnaður á
Instagram - @verkherinn - þar sem hægt er að fylgjast með lífinu í Verkhernum
og birtingum um heilsubæinn Hafnarfjörð.
Fréttabréf Verkhersins
Vikulega er valinn nýr fjölmiðlahópur innan Verkhersins. Sá hópur sér alfarið um fréttabréf vikunnar og er þegar búið að birta sjö bréf það sem af er sumri. Markmið fréttatilkynninganna er að segja í myndum og máli frá þeim skemmtilegu verkefnum, störfum og viðburðum sem Verkherinn kemur að í sumar. Þar má nefna hin ýmsu störf, meðal annars í Krambúðinni, á leikskólum bæjarins, á Bókasafni og í Sundhöll Hafnarfjarðar.
Ungmennin hafa einnig aðgang að allskyns starfskynningum, fara í fræðandi heimsóknir víðsvegar um höfuðborgarsvæðið, ásamt því að taka viðtöl við þekkta einstaklinga, en meðal þeirra má nefna; Halla úr hljómsveitinni Polla Pönk, Röggu Hólm útvarpskonu og meðlim í hljómsveitinni Reykjavíkurdætur, Rakel Þórhallsdóttur barnabókahöfund og Björgvin Franz leikara.

Hér fyrir neðan má lesa fjölbreyttar og fróðlegar fréttir Verkhersins frá viku þrjú að þeim nýjustu úr viku sjö. Einnig er hægt að skoða fréttabréf fyrstu og aðra viku sumarsins hér https://bit.ly/3RBEmBb
Við kvetjum ykkur eindregið til að fylgjast með þessum flottu ungmennum í sumar á Instagram undir nafninu @verkherinn !