Fréttir  • TjonustaSveitarfelaga

Niðurstöður þjónustukönnunar Gallup 2018

28. feb. 2019

Dagana 7.nóvember – 2 .janúar 2019 framkvæmdi Gallup árlega þjónustukönnun meðal 19 stærstu sveitarfélaga landsins. Um er að ræða lagskipt tilviljunarúrtak 9861 einstaklinga, 18 ára og eldri, úr viðhorfahópi Gallup og Þjóðskrá. Í Hafnarfirði svöruðu 420 einstaklingar könnuninni. Niðurstöður voru birtar á fundi bæjarráðs í morgun.

Niðurstöður könnunar gefa vísbendingu um ánægju íbúa með ákveðna þjónustuþætti sveitarfélagsins óháð því hvort viðkomandi nýti sér þjónustuna eða ekki. 

Helstu niðurstöður eru eftirfarandi:

Yfirlitthjonusta

Tækifæri til úrbóta og eflingar á þjónustu sveitarfélagsins

Ánægja íbúa í Hafnarfirði með þjónustu sveitarfélagsins dalar á milli ára eftir að hafa tekið nokkuð stór marktæk stökk upp á við í síðustu mælingum en árið 2016 mældist ánægjan 88% og árið 2017 91%. Marktæk lækkun er á 6 þáttum af 13 nú í ár, þáttum er snúa að aðstöðu til íþróttaiðkunar, þjónustu með leikskóla sveitarfélagsins, gæðum umhverfis í nágrenni við heimili íbúa, menningarmálum, skipulagsmálum og ánægju með sveitarfélagið sem stað til að búa á. Ráðgjafafyrirtækið Capacent, hefur að undanförnu unnið að stjórnsýsluúttekt fyrir Hafnarfjarðarbæ þar sem meginmarkmiðið er að leita leiða til að bæta þjónustu sveitarfélagsins og gera skilvirkari. Sem liður í því var í lok síðasta árs haldinn opinn íbúafundur um þjónustu bæjarins auk þess sem kallað var eftir ábendingum í gegnum ábendingagátt um styrkleika og veikleika í þjónustu sveitarfélagsins. Capacent er að leggja lokahönd á þessa vinnu og mun á næstu dögum kynna tillögur til úrbóta.

Hér er hægt að skoða niðurstöður þjónustukönnunar Gallup 2018