Fréttir




Niðurstöður bæjarstjórnar skv. skipulagslögum

17. maí 2018

Auglýsing á niðurstöðum bæjarstjórnar Hafnarfjarðar sbr. 3 mgr. 41 gr. og 2 mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Niðurstöður bæjarstjórnar samkvæmt 3 mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Samþykkt á breytingu á deiliskipulaginu Hafnarfjörður Miðbær - Austurgata 36:
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti þann 14.03. 2018 breytingu á deiliskipulaginu Hafnarfjörður Miðbær vegna lóðarinnar Austurgata 36. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust og hefur þeim, sem gerðu athugasemd, verið send umsögn bæjarstjórnar. Deiliskipulagið er samþykkt með þeim breytingum á auglýstri tillögu að áréttað er í skilmálum að götuhlið hússins verði með svipuðum einkennum og núverandi húss hvað snertir vegghæð, lengd og uppbrot veggflata, að aðeins ein íbúð verði heimil í húsinu og að byggingarreitur fram í lóð bak hússins færist til suðurs.

Samþykkt á óverulegri breytingu á deiliskipulagi Lónsbrautar:
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti þann 25. apríl 2018 óverulega breytingu á deiliskipulagi Suðurhafnar vegna bátaskýla við Hvaleyrarlón. Breytingin var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ein athugasemd barst og hefur umsögn sveitarstjórnar verið send þeim sem hana gerði.

Samþykkt á nýju deiliskipulagi fyrir Kaldárselsveg, tenging við Reykjanesbraut:
Bæjarráð Hafnarfjarðar í umboði bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 29. júní 2017 nýtt deiliskipulag fyrir Kaldárselsveg í Hafnarfirði ásamt breytingum á mörkum deiliskipulagsáætlana fyrir Mosahlíð og Ásland 3. Deiliskipulagstillagan var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust og hefur þeim, sem gerðu athugasemdir, verið send umsögn sveitarstjórnar.  Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 30. maí sl. var ákveðið að bregðast við athugasemdum þar sem 4 lykilatriði voru endurskoðuð. Allar göngutengingar verða skoðaðar betur og gert verður ráð fyrir undirgöngum undir Ásvallabraut til þess að tenging við upplandið verði sem öruggust. Gert verður ráð fyrir stoppustöð Strætó Mosahlíðarmeginn og settar verða upp hraðadempandi aðgerðir í Klettahlíð til að koma í veg fyrir hraðakstur þar í gegn. Settar verða hljóðmanir við Mosahlíð og var hljóðvistin skoðuð nánar með raunmælingu á staðnum. 

Samþykkt á nýju deiliskipulagi fyrir Kaldársel, Kaldárbotna og Gjárnar:
Bæjarráð Hafnarfjarðar í umboði bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 29. júní 2017 nýtt deiliskipulag fyrir Kaldársel, Kaldárbotna og Gjárnar í Hafnarfirði. Deiliskipulagstillagan var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010  og voru samhliða gerðar breytingar á mörkum deiliskipulagsáætlana við Sléttuhlíð og Höfðaskóg - Hvaleyrarvatn.  Athugasemdir bárust og hafa umsagnir sveitarstjórnar verið sendar þeim sem það gerðu.

Samþykkt á breytingu á deiliskipulagi fyrir Undirhlíðanámu vegna Sandskeiðslínu 1:
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti þann 15. febrúar 2017  breytingu á deiliskipulagi Undirhlíða. Athugasemdir bárust og hafa umsagnir sveitarstjórnar verið sendar þeim sem það gerðu.

 

Niðurstaða bæjarstjórnar samkvæmt 2 mgr. 36 gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Samþykkt á breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 3013- 2025 vegna vatnsverndarmarka:
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 15. febrúar 2017 breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 fyrir breytingu á mörkum vatnsverndar í landi Hafnarfjarðar, og hún auglýst í samræmi við 1. mgr. 36.gr. laga 123/2010. Athugasemdir bárust og hafa umsagnir sveitarstjórnar verið sendar þeim sem það gerðu. Athugasemdir gáfu ekki tilefni til breytinga og staðfesti Skipulagsstofnun 23. mars 2017 breytinguna og var hún birt í B- deild Stjórnartíðinda.


Þeir sem óska frekari upplýsinga geta snúið sér til umhverfis- og skipulagsþjónustu Hafnarfjarðar.

Skipulagsfulltrúi Hafnarfjarðar