Fréttir
  • Hfj-19-07-02-16829

Nemendaráðsfræðsla fyrir nemendaráð grunnskólanna

8. okt. 2019

Um miðjan september var haldin nemendaráðsfræðsla fyrir nemendaráð grunnskóla Hafnarfjarðar. Fræðslan fór fram í Sjónarhóli í Kaplakrika og tóku 81 nemendur þátt úr öllum grunnskólum bæjarins. 

IMG-0766

Fræðslan, sem m.a. tók á skipulagningu og framkvæmd hugmyndar, hlutverki ráða, virkri þátttöku í félagsstarfi og mikilvægi hver og eins, gekk í alla staði mjög vel. Nemendur voru til fyrirmyndar og virkilega áhugasöm og starfsfólkið frábært. Í lok fræðslu var nemendum skipt í 3 hópa og átti hver hópur að koma með hugmynd að viðburði þar sem þau þurftu að setja niður á blað upplýsingar um viðburð, kostnaðaráætlun, fjármögnun og framkvæmd (verkefnaskiptingu).

Meðal efnis sem tekið var fyrir í fræðslunni: Frá hugmynd til framkvæmdar, hlutverk nemendaráða, þátttaka og lýðræði í félagsstarfi, áhrif hvers og eins á starfið, hugmyndavinna og bubble bolti.

Hugmyndir að viðburðum: Hoppukastalapartý, fótboltamót félagsmiðstöðvanna, nýnemaball, Lip-sync, draugalasertag, árshátíð (Rósarball allra félagsmiðstöðvanna í Hafnarfirði) og íþróttamót félagsmiðstöðva í Hafnarfirði.