Fréttir
  • IMG_8050

Náttúrubarn og kennari af guðs náð

8. nóv. 2019

Hildur Arna Håkansson er viðmælandi í nýjasta þætti Vitans, hlaðvarpi Hafnarfjarðarbæjar. Hildur Arna  er ungur kennari á unglingastigi í Skarðshlíðarskóla sem hefur vakið talsverða athygli fyrir kennsluhætti sína m.a. með notkun spjaldtölva. Hildur Arna þykir ná sérstaklega vel til unglinganna sem hún segir vera mjög áhugasama enda bera mörg verkefni þeirra þess merki. 

HildurArna

Í þessu skemmtilega viðtali fer ekki á milli mála að Hildur Arna er kennari af ástríðu. Hún er náttúrubarn og kennir náttúrufræði. Fyrir slíkan kennara er frábært að starfa í Skarðshlíðarskóla sem er með náttúruna í göngufjarlægð. Hildur hélt að hún vildi vera verkfræðingur en gekk út úr tíma í burðarþolsfræði og fór til námsráðgjafa. Þar voru örlög hennar ráðin, hún hóf kennaranám og sér ekki eftir því. Í þessu viðtali er komið víða við, rætt um kennslu og upplýsingatækni, notkun snjalltækja, virkni kennara á Twitter, samfélagsmiðla og börn, aðlögun nemenda af erlendum uppruna og sérstöðu Skarðshlíðarskóla svo fátt sé nefnt. Utan vinnu nýtur Hildur Arna þess að vera úti í náttúrunni (kemur ekki á óvart), stundar kajakróður, ferðalög, er áhugasöm um tungumál og er að afla sér skotvopnaleyfis!

Hlusta á þáttinn

Viðtöl við áhugaverða einstaklinga sem starf í þágu sveitarfélagsins

Í Vitanum er spjallað við áhugaverða einstaklinga sem starfa í þágu bæjarins. Þannig er tekin fyrir þjónusta sveitarfélagsins, áhugaverð þróunarverkefni og viðfangsefni á fjölbreyttu sviði. Hlaðvarpið opnar á ítarlegri umfjöllun um einstaka verkefni, þjónustu og mál sem eru mikið í umræðunni hverju sinni. Hægt er að nálgast alla þætti Vitans á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar en einnig á hlaðvarpsveitum á borð við Spotify , Simplecast og Podcast Addict. Unnið er að því að gera Vitann aðgengilegan á fleiri veitum.