Námsaðstaða fyrir háskólanema
Opið er fyrir lyklaúthlutun að fjölnotasal Bókasafns Hafnarfjarðar þessa dagana. Aðeins fáir lyklar eru eftir til úthlutunar fyrir áhugasama háskólanema sem kjósa að læra í sínum heimabæ.Þeir sem óska eftir að fá lykla þurfa að mæta í afgreiðslu Bókasafns Hafnarfjarðar, vera með bókasafnsskírteini í gildi og skuldlaus við safnið. Greiða þarf tryggingargjald krónur 2.500.-(ath. eingöngu er hægt að greiða í seðlum).
Vakin er sérstök athygli á því að þurfi bókasafnið að nýta fjölnotasalinn fyrir aðra starfsemi þá gengur það fyrir á hvaða tíma sem er!
Nánari upplýsingar um Bókasafn Hafnarfjarðar er að finna hér