FréttirFréttir

  • Hafnarfjörður sólroði kvöld
    Hafnarfjörður sólroði kvöld

13 verkefni hljóta menningarstyrk

9. okt. 2018

Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar hefur nú lokið úthlutun menningarstyrkja ársins 2018. Þrettán verkefni hljóta styrk að þessu sinni; einstaklingar, menningarhópar eða samtök sem eiga öll það sammerkt að tengjast Hafnarfirði með einum eða öðrum hætti. Styrkir menningar- og ferðamálanefndar Hafnarfjarðarbæjar eru afhentir tvisvar sinnum á ári til aðila og verkefna sem líkleg eru til að auðga og dýpka enn frekar listalíf bæjarins. Formleg afhending styrkjanna fer fram 27. nóvember næstkomandi um leið og styrkur úr Friðrikssjóði verður afhentur.

Úthlutun styrkja Hafnarfjarðarbæjar byggir á mati á umsóknum. Menningarviðburðir, listamenn, félagasamtök eða stofnanir sem sækja um styrk verða að tengjast Hafnarfirði með einhverjum hætti. Hér telur t.a.m. föst búseta, að viðburður/verkefni fari fram í Hafnarfirði og/eða að verkefni feli í sér kynningu á menningarstarfsemi Hafnarfjarðar. Heildarupphæð styrkja í þessari úthlutun er kr.- 2.595.000. Samtals hefur þá verið úthlutað 8.000.000 kr í styrki til menningarmála á árinu.

Styrki að þessu sinni hlutu eftirfarandi:

SpiccatoHaustlauf - tónleikar í Hafnarborg190.000 kr.
Guðbjörg PálsdóttirDúkkulísur á jólum, tónleikar í Hafnarfirði á aðventu 2018240.000 kr.
Ragnar Már Jónsson
Hátíðardjass í Hafnarfirði - tónleikar   65.000 kr.
FlensborgarkórinnAfmælistónleikar Flensborgarkórsins325.000 kr.
Duo UltimaDuo Ultima: tónleikar með verkum eftir frönsk tónskáld100.000 kr.
Leikfélag HafnarfjarðarHið vikulega 13 - hið barnalega   70.000 kr.
Leikfélag HafnarfjarðarFerðamaður deyr - leiksýning380.000 kr.
JólahjónJólahjón - tónleikar300.000 kr.
SveinssafnMyndlistarsýning375.000 kr.
Lúðrasveit HafnarfjarðarTónleikar Pollapönks, Lúðrasveitar og Kórs Öldutúnsskóla200.000 kr.
Soffía SæmundsdóttirDagar myndlistar - Opin vinnustofa Soffíu 4.-28.10.2018100.000 kr.
Leikfélag HafnarfjarðarHöfundanámskeið   50.000 kr.
Andrés Þ. Gunnlaugsson Tónleikar 200.000 kr.

Auglýst verður eftir umsóknum fyrir fyrri úthlutun 2019 í janúar.

Hafnarfjarðarbær óskar styrkþegum öllum innilega til hamingju!