Fréttir  • Baejarbio

Umsjón og rekstur Bæjarbíós

6. des. 2016

Pétur Ó. Stephensen og Páll Eyjólfsson skrifuðu í dag, fyrir hönd Bæjarbíó slf., undir samning við Hafnarfjarðarbæ um umsjón og rekstur Bæjarbíós til næstu þriggja ára. Þeir félagar telja mikla möguleika í að byggja upp öfluga og lifandi menningarstarfsemi í Bæjarbíói í hjarta Hafnarfjarðar. Starfsemi Péturs og Páls í Bæjarbíói hefst formlega laugardaginn 10. desember með aðventutónleikum KK og Ellenar.

IMG_5603

Auglýst var eftir áhugasömum rekstraraðila að Bæjarbíói en stefnt er að uppbyggingu lifandi menningarmiðstöðvar sem laðar að sér breiðan hóp gesta í hjarta Hafnarfjarðar og hefur það að markmiði að nýta Bæjarbíó sem best, stuðla að fjölbreyttri menningarstarfsemi og halda á lofti sérstakri stöðu bíósins á landsvísu. Framlag Hafnarfjarðarbæjar er í formi eftirgjafar á leigu og rafmagns- og hitunarkostnaði. Samið var til þriggja ára með möguleika á framlengingu til þriggja ára til viðbótar. Í samráði við rekstraraðila er svo stefnt að því að á árinu 2017 kaupi Hafnarfjarðarbær grunn hljóð- og ljósabúnað og sýningartjald í Bæjarbíó.

Nánari upplýsingar í fundargerð bæjarráðs 3.11.2016 - liður 13. Sjá hér