Fréttir
Markaðsstofa Hafnarfjarðar

16. mar. 2015

Þriðjudaginn 17.mars kl. 17.15 verður haldinn umræðufundur í Hafnarborg þar sem rætt verður um starfssemi Markaðsstofu Hafnarfjarðar sem stofnuð verður á næstu vikum.

Markaðsstofan mun leggja áherslu á að gera Hafnarfjörð að öflugum valkosti fyrir fólk og fyrirtæki til búsetu, atvinnu og afþreyingar.

Fundarstjóri - Helgi Ásgeir Harðarson

Dagskrá fundarins;

Inngangur - Pétur Óskarsson
Markaðsstofa Kópavogs -Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir
Icelandair - nýtt fyrirtæki í bænum
Hress - rótgróið fyrirtæki í bænum

Opnar umræður - stofnun undirbúningshóps fyrir næstu skref

Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta og taka þátt í að móta  Markaðsstofu Hafnarfjarðar.