Fréttir  • Í sumar verður boðið upp á göngur öll fimmtudagskvöld kl. 20

Lýðheilsugöngur í september - VERTU MEÐ!

27. ágú. 2019

Ferðafélags Íslands (FÍ) í samstarfi við Heilsubæinn Hafnarfjörð bjóða upp á lýðheilsugöngur alla miðvikudaga í september. Um er að ræða fjölskylduvænar göngur sem taka u.þ.b. 60-90 mínútur og hafa þann megintilgang að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði.

VERTU MEÐ!

Lýðheilsugöngur í Hafnarfirði í september verða eftirfarandi:

  • Miðvikudagurinn 4. september kl. 18:  Matarganga um miðbæinn. Tryggvi Rafnsson leiðir gesti milli nokkurra vel valinna veitingastaða þar sem eigendur munu kynna starfsemi sína og bjóða jafnvel uppá smakk. Gengið verður frá Hafnarfjarðarkirkju kl. 18.
  • Miðvikudagurinn 11. september kl. 18: Fjölskylduganga um Hvaleyrarvatn. Íþróttaálfurinn mun leiða fjölskyldugöngu um Hvaleyravatn. Skemmtilegar æfingar og þrautir fyrir yngstu göngugarpana. Gengið verður frá bílastæðinu norðan við vatnið kl.18.
  • Miðvikudagurinn 18. september kl. 18: Söguganga um Krýsuvík. Jónatan Garðarsson leiðir göngu upp Arnarfellið í Krýsuvík. Gengið verður frá Krýsuvíkurkirkju kl.18.
  • Miðvikudagurinn 25. september kl. 20: Ævintýraganga fyrir ungmenni. Ævintýraganga fyrir ungmenni í nærumhverfi félagsmiðstöðva. Gengið verður frá öllum félagsmiðstöðvum grunnskóla Hafnarfjarðar og frá ungmennahúsinu Hamrinum kl. 20. 

Vonandi reima sem flestir á sig gönguskóna með okkur á miðvikudögum í september, fara út í náttúruna og njóta fallega landsins okkar.

LIFUM OG NJÓTUM!