Fréttir
  • AdreinStrandgata

Lokun aðreinar að Strandgötu

1. okt. 2019

Framkvæmdir við tvöföldun Reykjanesbrautar halda áfram. Á næstu dögum mun verktaki setja upp merkingar á Strandgötubrú, hliðra umferð þar til norðurs og loka aðrein að Strandgötu. Hjáleið verður um Krýsuvíkurgatnamót/ Krýsuvíkurveg.

Þetta er gert vegna fyrirhugaðra framkvæmda/skeringa austan við Strandgötubrú þar sem þarf að mjókka Reykjanesbrautina tímabundið til að koma fyrir stoðvegg. Nákvæm tímasetning um lokun liggur ekki fyrir en áætlað er að það taki um 2-3 vikur að ljúka vinnu á þessu svæði þannig að hægt sé að opna aðrein að Strandgötu aftur.  Sjá mynd.

AdreinStrandgata