Fréttir
  • Reykjanesbraut_1

Lokun á rampi frá Krýsuvíkurvegi

29. okt. 2019

Vegna vinnu við tvöföldun Reykjanesbrautar í gegnum Hafnarfjörð þarf að loka suðaustur rampi frá Krýsuvíkurvegi inn á Reykjanesbraut í átt til Reykjavíkur. Verið er að malbika og leggja lokahönd á frágang lagna á þessu svæði.

Sjá nánar á mynd

Gera má ráð fyrir að rampurinn verði lokaður frá og með 30. október eftir morgunumferð. Umferð verður beint um hjáleið um Ásbraut. Ráðgert er að vinna við lagnir og malbikun standi yfir í tvær vikur.

Vegagerðin vonast til að vegfarendur sýni framkvæmdunum skilning og þolinmæði.