Fréttir
  • Asvallalaug

Lokuð vegna sundmóts

31. mar. 2016

Ásvallalaug verður lokuð laugardaginn 2. apríl og sunnudaginn 3. apríl til kl. 14 vegna Actavismóts í sundi.  Sundlaugin verður opin fyrir almenning frá kl. 14 - 17 á sunnudeginum en alveg lokuð á laugardeginum. Actavismótið er opið sundmót fyrir öll félög og sundmenn þar sem keppt er í aldursflokkum og opnum flokkum. 

Allar upplýsingar um mótið er að finna hér

Við hvetjum íbúa og gesti til að skella sér í sund í Suðurbæjarlaugina um helgina. Þar verður að sjálfsögðu opið alla helgina!