Fréttir
  • 14087266_10154474431032888_1867750939_o

Lokanir hitaveitu í Hafnarfirði

23. ágú. 2016

Miðvikudaginn 24. ágúst fer fram viðgerð á stofnæð hitaveitu Veitna við Fjarðarhraun í Hafnarfirði. Af þeim sökum verður heitavatnslaust frá klukkan 9:00 í fyrramálið og fram eftir degi í iðnaðarhverfi austan Fjarðarhrauns, einnig þeim hluta er tilheyrir Garðabæ. Skertur þrýstingur gæti verið á hitaveitu í Hraunum og í Norður- og Vesturbæ. 

Í hverfum sunnan lækjar; Setbergi og miðbæ, verður engin röskun á afhendingu heits vatns. Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju.  Ef breytingar verða á áætlunum má fá upplýsingar um þær á www.veitur.is og á FB síðu Veitna: www.facebook.com/veitur

Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa.