Fréttir
  • HafnarfjordurAslandid

Lokað fyrir kalt vatn í ákveðnum götum

2. okt. 2019

Klukkan 9:00, miðvikudaginn 3. október, verður lokað fyrir kalt vatn í Skútahrauni, Flatahrauni 21-31, Stapahrauni og Drangahrauni.  Ástæðan er bilun í kerfi sem upp kom í dag og lagfærð hefur verið tímabundið. Unnið verið að frekari lagfæringu í fyrramálið. Ef allt gengur eftir, er gert ráð fyrir að  kalt vatn verði aftur komið á á svæðinu í kringum hádegi.

Við þökkum sýndan skilning!