Fréttir
Leynast garðyrkjuhæfileikar í þér?

21. maí 2015

Skólagarðar í Hafnarfirði opna mánudaginn 1. Júní. Garðarnir eru staðsettir á fimm stöðum víðsvegar um bæinn, í Setbergi, Holtinu, í Öldutúni, við Víðistaði og á Völlunum.

Forgangur fyrir börn frá 7-12 ára börn er nú liðinn og geta því allir bæjarbúar frá aldrinum 7 ára og eldri sótt um garð í skólagörðunum, er hugmyndin sú að hafa góða fjölskyldustemningu í görðunum. Hver og einn fær úthlutað tveimur reitum, einn fyrir grænmeti og annan fyrir kartöflur og er leigan 4.600.- kr yfir sumarið.

Dagana 1.júní -5. Júní verða garðarnir opnir frá 13:00 -17:00. Frá 11. Júní verða garðarnir opnir frá 8:30-12:00 og 13:00-16:30. Með fyrirvara um breyttan opnunartíma.

Nánari upplýsingar um skólagarðana - skráning fer fram á "Mínar síður" á www.hafnarfjordur.is