Fréttir
  • Hraunvestur4

Kynningarfundur fyrir Hraun Vestur

6. mar. 2018

 Miðvikudaginn 14. Mars næst komandi verður Skipulags- og byggingarráð með kynningarfund þar sem framtíðarsýn Hraun Vesturs verður kynnt. Fundurinn fer fram í Bæjarbíói kl 20:00 og eru allir sem eru áhugasamir um uppbyggingu og framtíð þessa svæðis hvattir til að koma og taka þátt í mótun framtíðar þessa nýja andlits  Hafnarfjarðar.

Á hönnunarstiginu hefur hverfið fengið viðurnefnið „Fimm mínútna“ hverfið. Hugmyndin gengur út á að íbúar geti fengið flesta þjónustu í fimm mínútna göngufjarlægð frá miðju hverfisins. Í Hraun-Vestur mun kveða við nýjan tón í skipulagsmálum þar sem áhersla verður lögð á góða blöndun íbúabyggðar, þjónustu, létts iðnaðar, verslana, skóla-, dagvistunar- og frístundasvæða. Bílastæði og bílastæðahús verða undir byggðinni að miklu leyti og spennandi útfærslur eru á götumynd að nor-rænni fyrirmynd. Á sama tíma og aðgengi að almenningssamgöngum sér eins og best verður á kosið.

Hugmyndin að Hraun-Vestur hefur verið í þróun í nokkur ár en lengi hefur verið kallað eftir nýrri sýn á „framhlið“ Hafnarfjarðar.  Unnið hefur verið að þessum hugmyndum allt kjörtímabilið. En þar er leitast við að mæta kröfum nýrra kynslóða sem eru að fara að koma sér upp heimili en um leið spennandi kosti fyrir fólk sem er komið á þann stað í lífinu að vilja minnka við sig og hafa viðhald í lágmarki og vera í nálægð við miðbæjarþjónustustig.

Hraun-Vestur er ekki bara ný framtíðarsýn heldur er hverfið ef af verður nýtt glæsilegt andlit Hafnarfjarðar og þess vegna mikilvægt að sem flestir komið að mótun þessara hugmynda. Það eru allir velkomnir á kynningarfundinn á meðan húsrúm leyfir.