Fréttir  • _A122285_IHR_FINAL

Kjörskrá og kjörstaðir í Hafnarfirði 2021

20. sep. 2021

Kjörskrá

Kjörskrá í Hafnarfirði vegna alþingiskosninganna þann 25. september 2021 liggur frammi til sýnis í þjónustuveri í Ráðhúsi Hafnarfjarðar að Strandgötu 6 frá kl. 8-16 alla virka daga frá og með 15. september 2021 til og með föstudeginum 24. september. Kjósendum er bent á vefinn www.kosning.is en þar má finna upplýsingar um hvar kjósendur eru á kjörskrá. Kjósendur eru hvattir til þess að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskránni. Viðmiðunardagur kjörskrár er 21. ágúst. Athugasemdum við kjörskrá skal beina til bæjarráðs Hafnarfjarðar.

Kjörstaðir - hvar kýst þú?

Kjörstaðir í Hafnarfirði eru Lækjarskóli, Sólvangsvegi 4 og Víðistaðaskóli, Hrauntungu 7 . Aðkoma að Víðistaðaskóla er einnig frá Hraunbrún. Kjörfundur hefst kl. 9 og lýkur kl. 22 laugardaginn 25. september. Kjósendum ber að framvísa persónuskilríkjum á kjörstað. Á kjörskrá í Hafnarfirði eru 20.463.

Smelltu hér til að finna þinn kjörstað

Yfirkjörstjórn Hafnarfjarðar

Yfirkjörstjórn mun hafa aðsetur í Lækjarskóla og er sími yfirkjörstjórnar: 555-0585.

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar

Frá og með 23. ágúst fer utankjörfundaratkvæðagreiðsla á höfuðborgarsvæðinu eingöngu fram á 1. hæð í Smáralind, nálægt inngangi í norðausturhluta á 1.hæð og á 3. hæð í Kringlunni, bíógangi. Þar er opið alla daga vikunnar frá kl. 10 – 22. Á kjördag, verður eingöngu opið á 1. hæð í Smáralind frá kl. 10 - 17 fyrir kjósendur sem eru á kjörskrá utan höfuðborgarsvæðisins.

Smella hér til að sjá nánar

Nánari upplýsingar um alþingiskosningarnar er að finna á vef Stjórnarráðs Íslands