Fréttir
Jólaskreytingar

10. nóv. 2017

Það fer vel á því þegar fyrsti snjórinn fellur að hefja vinnu við jólaskreytingar í bænum.

Öll grenitré sem felld eru í ár koma úr heimagörðum bæjarbúa, en það er beggja hagur: Íbúar þurfa að losna við stór grenitré og Hafnarfjarðarbæ vantar tré sem við getum notað sem jólatré.  Þetta er íbúunum að kostnaðarlausu og bærinn þarf ekki að kaupa tré til að skreyta. 

Grenitréin sem við fengum þetta árið komu frá lóðum eftirfarandi húsa:
Birkibergi 4, Hnotubergi 15, Miðvangi 23, Þrúðvangi 5, Öldugötu 22 og Ölduslóð 45 og þökkum við þessum íbúum bæjarins fyrir trén og gott samstarf við þessa framkvæmd. Þá verður sett upp gjafatré frá vinabænum Cuxhaven í Þýskalandi við Flensborgarhöfn.

Vinna hófst við jólaskreytingar núna í þessari viku og tendrað verður á ljósum í bænum daganna 29. nóvember til 1. desember en þann dag fer fram formleg opnun á Jólaþorpinu á Thorsplani sem verður opið alla laugardaga og sunnudaga til jóla frá kl. 12-17.