Íþróttafólk Hafnarfjarðar 2021 - þessi eru tilnefnd í ár
Rafræn viðurkenningahátíð 28. desember kl. 18
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar og íþrótta- og tómstundanefnd standa fyrir afhendingu viðurkenninga til íþróttafólks sem keppa með hafnfirskum liðum, Íslandsmeistara, hópa bikarmeistara,Norðurlandameistara, heimsmeistara og sérstakra afreka, ásamt vali á íþróttakonu, íþróttakarli og íþróttaliði Hafnarfjarðar á árinu 2021. Íþrótta- og viðurkenningahátíð Hafnarfjarðar 2021 fer fram í beinu streymi á miðlum Hafnarfjarðarbæjar 28. desember kl. 18.
Dagskrá rafrænnar hátíðar:
- Árni Stefán Guðjónsson stýrir hátíð
- Val á íþróttakonu ársins 2021
- Val á íþróttakarli ársins 2021
- Val á íþróttaliði ársins 2021
- Tónlistaratriði
Tilnefnd til íþróttakonu og íþróttakarls Hafnarfjarðar 2021 eru:
Akstursíþróttir
- Arnar Elí Gunnarsson AÍH
Badminton
- Róbert Ingi Huldarsson BH
- Una Hrund Örvar BH
Borðtennis
- Magnús Gauti Úlfarsson, BH
Dans
- Nicoló Barbizi, DÍH
- Sara Rós Jakobsdóttir, DÍH
Fimleikar
- Guðrún Edda Min Harðardóttir, Björk
- Margrét Lea Kristinsdóttir, Björk
Frjálsíþróttir
- Hilmar Örn Jónsson, FH
- María Rún Gunnlaugsdóttir, FH
Golf
- Daníel Ísak Steinarsson, Keilir
- Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Keilir
Handknattleikur
- Annika Fríðheim Petersen, Haukar
- Tjörvi Þorgeirsson, Haukar
Körfuknattleikur
- Lovísa Björt Henningsdóttir, Haukar
Sund
- Anton Sveinn McKee, SH
- Emelía Ýr Gunnarsdóttir, Fjörður
- Jóhanna Elín Guðmundsdóttir, SH
- Róbert Ísak Jónsson, Fjörður
Taekwondo
- Leo Anthony Speight, Björk
Tilnefningar til íþróttaliðs ársins
- Meistaraflokkur karla og kvenna í frjálsum íþróttum, FH
- Kvennalið í áhaldafimleikum, Björk
- Meistaraflokkur karla handknattleik, Haukar
- Meistaraflokkur kvenna körfuknattleik, Haukar
FH, Guðrún Brá og Anton Sveinn hlutu viðurkenninguna 2020
Afrekslið Hafnarfjarðar 2020 var meistaraflokkur karla og kvenna í frjálsum íþróttum hjá Fimleikafélagi Hafnarfjarðar. Liðið sigraði í öllum frjálsíþróttamótum sem keppt var til stiga á árinu. Þá vann liðið til fjölda titla bæði á meistaramótum sem og í bikarkeppni. Guðrún Brá Björgvinsdóttir kylfingur frá Golfklúbbnum Keili var íþróttakona Hafnarfjarðar árið 2020 og Anton Sveinn McKee sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar íþróttakarl.