Fréttir
  • Asvallalaug

Íslandsmeistaramót í Ásvallalaug - lokað um helgina

7. nóv. 2019

Íslandsmeistaramótið í 25m laug fer fram í Ásvallalaug dagana 8-10. nóvember 2019 í samstarfi við Íþróttasamband Fatlaðra. Sundfélag Hafnarfjarðar sér um framkvæmd mótsins. Ásvallalaug verður lokuð fyrir aðra gesti á meðan á móti stendur.  

Við bendum íbúum og vinum Hafnarfjarðar á að Suðurbæjarlaug er opin um helgina. Frá kl. 6:30 - 20 á morgun föstudag, 8-18 á laugardag og 8 - 17 á sunnudag. Sundhöll Hafnarfjarðar er opin frá kl. 6:30 - 21:00 á morgun föstudag. 

Nánari upplýsingar um sundlaugarnar í Hafnarfirði

Nánari upplýsingar um mótið er að finna á vef Sundsambands Íslands