Fréttir
Íbúafundur um fjárhagsáætlun

2. nóv. 2015

Bæjarstjóri boðar til fundar með íbúum Hafnarfjarðar um fjárhagsáætlun ársins 2016 þriðjudaginn 10. nóvember nk. Fundurinn verður haldinn í Bæjarbíói kl. 20:00 – 21:30. 

Á fundinum mun bæjarstjóri kynna helstu áherslur og niðurstöður í tillögu að fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar fyrir árið 2016 og þriggja ára áætlun 2017 - 2019.

„Það er mikilvægt að bæjarbúar hafi upplýsingar um hvernig áætlað er að peningum þeirra verði ráðstafað“ segir Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri. „Hér er verið að kynna metnaðarfulla fjárhagsáætlun sem ég tel að þýði að það séu bjartir tímar framundan í Hafnarfirði sé rétt á málum haldið.“

Allir eru velkomnir á fundinn en þeir sem komast ekki geta horft á hann á netinu en útsending verður af vef Hafnarfjarðar www.hafnarfjordur.is.