Fréttir
  • JolinSkreytingarkeppni

Hver á best skreytta húsið í Hafnarfirði?

10. des. 2018

Hver á best skreytta húsið í Hafnarfirði? 

Þú? Nágranni þinn? Vinur þinn í vesturbænum? Við hvetjum Hafnfirðinga og alla aðra áhugasama til að setja upp stóru jólagleraugun og  senda okkur ábendingu um það hús í Hafnarfirði sem þykir bera af í jólaskreytingunum þetta árið. 

Verðlaun verða veitt fyrir best skreytta húsið og fer verðlaunaafhending fram sunnudaginn 23. desember í Jólaþorpinu á Thorsplani. Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðarbæjar mun sjá um val á jólahúsinu 2018. HS veitur veita verðlaunin og er óhætt að segja að þau muni koma sér vel fyrir þá sem lýsa vel upp hjá sér fyrir jólin! 

Sendu okkur ábendingu á: jolathorp@hafnarfjordur.is  

Ljósmynd: Guðmundur Fylkisson