Fréttir
Hvatningarverðlaun MsH

23. jan. 2020

Markaðsstofa Hafnarfjarðar leitar eftir tilnefningum til Hvatningarverðlauna MsH 2020. Aðildarfyrirtæki Markaðsstofunnar geta tilnefnt fyrirtæki, félag eða einstakling sem þau telja að hafi lyft bæjaranda Hafnarfjarðar á árinu 2019 með starfsemi sinni og athöfnum og þannig gert Hafnarfjörð að betra samfélagi.

MsH hvetur aðildarfélaga til að senda inn tilnefningu fyrir 1. febrúar næstkomandi hér: https://forms.gle/a3TiHMEwaoA2Vgbt7

Afhending Hvatningarverðlauna MsH 2020 fer fram í Hafnarborg þriðjudaginn 18. febrúar kl.17 - 19 . Skráning á fer fram á Facebooksíðu MsH. Viðburðurinn er öllum opinn.