Fréttir
  • FallegiFjordurinn

Hvar átt þú að kjósa?

21. jún. 2016

Kjörfundur í Hafnarfirði vegna forsetakosninga laugardaginn 25. júní 2016  hefst kl. 9:00 og lýkur kl. 22:00. Kosið verður í Lækjarskóla, Sólvangsvegi 4, 220 Hafnarfirði og Víðistaðaskóla, Hrauntungu 7, 220 Hafnarfirði. Kjósandi skal gera kjörstjórn grein fyrir sér á kjörstað með því að framvísa persónuskilríki. 

Smelltu hér til að sjá upplýsingar um kjördeildir

Upplýsingar um kosningarnar er að finna á kosningavef innanríkisráðuneytisins: www.kosning.is. Á síðunni má sjá hvar kjósandi er á kjörskrá

Yfirkjörstjórn mun hafa aðsetur í Lækjarskóla - sími: 555-0585. Yfirkjörstjórn skipa þau: Þórdís Bjarnadóttir, Sigurður Pétur Sigmundsson og Torfi Karl Antonsson.