Fréttir
 • Vidavangshlaup1

Hundruðir barna tóku þátt í Víðavangshlaupi

26. apr. 2019

Árlegt Víðavangshlaup Hafnarfjarðar fór fram á sumadaginn fyrsta, 25. apríl á Víðistaðatúni. Keppendur voru um fjögurhundruð í 12 flokkum, fjölmennast var í yngstu flokkunum. Keppendur voru frá öllum íþróttafélögum bæjarins og voru margir efnilegir hlauparar að stíga sín fyrstu skref þarna.

Birta Þöll Sveinbjörnsdóttir var fyrst kvenna í mark í flokki 15 ára og eldri og Hörður Halldórsson var fyrstur í flokki 15 ára og eldri karla. Veðrið var mjög gott á meðan hlaupinu stóð. Frjálsíþróttadeild FH sá um framkvæmd hlaupsins. Verðlaun voru gefin af Hafnarfjarðarbæ og fengu allir keppendur verðlaunapening og fyrstu keppendur í mark í hverjum flokki fengu verðlaunabikara. Keppni var hörð og góð í öllum flokkum. 

Fyrstu í hverjum flokki voru eftirtalin:

Konur 15 ára og eldri

 • Birta Þöll Sveinbjörnsdóttir
 • Unnur Þorláksdóttir

Karlar 15 ára og eldri.

 • Hörður Halldórsson
 • Atli Steindórsson
 • Halldór Harðarson

Piltar 13-14 ára

 • Birgir Bóas Davíðsson
 • Andri Steinn Ingvarsson
 • Svavar Ísak Ólason

Stúlkur 13-14 ára

 • Selma Sól Sigurjónsdóttir
 • Sara Kristín Lýðsdóttir
 • Elfa Karen Magnúsdóttir

Piltar 11-12 ára

 • Kári Björn N Hauksson
 • Benjamín Bæring Þórsson
 • Jóhann Darri Harðarson

Stúlkur 11-12 ára

 • Rut Sigurðardóttir
 • Hildur Sara Magnúsdóttir
 • Elísa Björt Ágústsdóttir

Piltar 9-10 ára

 • Kristinn Víglundsson
 • Jón Viktor Hauksson
 • Emil Gauti Hilmisson

Stúlkur 9-10 ára

 • Hafrún Birna Helgadóttir
 • Ingibjörg Magnúsdóttir
 • Unnur Thorarensen Skúladóttir

Hnokkar 7-8 ára

 • Róbert Nikulás Róbertsson
 • Hilmir Ingvi Heimisson
 • Máni Steinn Ágústsson

Hnátur 7-8 ára

 • Þórdís Lilja Jónsdóttir
 • Ylfa Hrund Heiðdal
 • Rakel Lea Jónsdóttir

Hnokkar 6 ára og yngri

 • Jósef Þór Bonnah
 • Magnús Páll Egilsson
 • Dagur Logi Ingvarsson

Hnátur 6 ára og yngri

 • Auður Alis
 • Elísabet María Fróðadóttir
 • Sara Elena Kospenda