FréttirFréttir

Hundrað Mílna hátíð í Skarðshlíðarskóla

13. mar. 2019

Fimmtudaginn 20. september hlupu nemendur og starfsfólk Skarðshlíðarskóla sína fyrstu „Mílu“. Miðvikudaginn 13. mars er stór dagur hjá hjá sama hópi en þá verður Mílan farin í hundraðasta skipti. Hundrað Mílna hátíð var haldin að þessu tilefni við skólann. 

Verkefnið er að skoskri fyrirmynd sem heitir The Daily Mile . Um 5000 skólar víðs vegar um heiminn eru þátttakendur í verkefninu en Skarðshlíðarskóli er fyrsti íslenski skólinn sem tekur þátt. Daglega fara allir nemendur út í 15 mínútur og ganga, skokka eða hlaupa. Rannsóknir hafa sýnt fram á mikinn ávinning fyrir alla með þessari einföldu leið. Má þar nefna betri líðan, aukið sjálfstraust, betri einbeitingu, betri samskipti, minni streita og kvíði og aukin þrautseigja. Auk þess er þetta öflug leið til að bregðast við offitu og kyrrsetu. Það er til mikils að vinna og við erum nú þegar farinn að sjá mikinn árangur efir að hafa farið í Míluna hundrað sinnum!

Nánari upplýsingar um The Daily Mile er að finna HÉR