Fréttir
  • Hreyfivika UMFÍ 23.-29. maí

Hreyfivika

23. maí 2016

Vikuna 23.-29. maí stendur Ungmennafélag Íslands fyrir hreyfiviku á Íslandi. Hafnarfjörður tekur þátt í sundkeppni sveitarfélaganna sem fer fram alla vikuna í Ásvallalaug, Suðurbæjarlaug og Sundhöllinni. Þátttakendur skrá hversu marga metra er synt á hverjum degi á eyðublað sem liggur frammi í afgreiðslu sundlauganna og skrá þannig sínar ferðir og taka þátt fyrir hönd Hafnarfjarðar. Við hvetjum því alla bæjarbúa til þess að leggja leið sína í laugarnar og taka þátt en sundæfingar og skólasund telst ekki með.

Fjöldi göngu- og hjólaleiða liggja um Hafnarfjörð sem henta vel til útivistar fyrir alla fjölskylduna og í Hreyfivikunni verður hægt að sækja hjólaratleik um útivistarsvæði bæjarins á Bókasafninu.

Í Hreyfivikunni ættu allir ættu að geta fundið hreyfingu við sitt hæfi. Aðstaða til útivistar í nágrenni Hafnarfjarðar er einstök og við hvetjum íbúa til þess að nýta fjölbreytt útivistarsvæði til heilsubótar. Það væri t.d. hægt að fara með "fjölskylduna á fjallið" og ganga á Helgafell og skrá nafn sitt í gestabók á toppnum. Þá eru fjölmargir opnir leik og sparkvellir um allan bæ.

Hreyfivika UMFÍ er árleg lýðheilsuherferð og hefur það að markmiði að kynna kosti þess að taka þátt í hreyfingu og íþróttum. 

Með yfir milljón þátttakendur árið 2015 varð Hreyfivikan MOVE WEEK stærsta lýðheilsuherferð í Evrópu sem hefur það að markmiði að því að fjölga íbúum álfunnar sem hreyfa sig reglulega.

#minhreyfing #moveweek