Fréttir  • GamurGardurgangur2021

Hreinsunardagar 2022– gámar við grunnskóla

28. apr. 2022

Hreinsunardagar 2022 – gámar fyrir garðúrgang við grunnskóla

Dagana 25. maí - 29. maí 2022 standa yfir hreinsunardagar í Hafnarfirði undir yfirskriftinni HREINSUM HAFNARFJÖRÐ en þá geta íbúar í Hafnarfirði losað sig við garðúrgang í gám við alla grunnskóla hverfanna. Gámarnir verða við skólana frá kl. 17 miðvikudaginn 25. maí til loka dags sunnudaginn 29. maí. Íbúar í Hafnarfirði eru hvattir til að nýta sér þjónustuna eða koma pokunum beint á Sorpu. Sorpa tekur á móti garðúrgangi endurgjaldslaust.  

Sjá opnunartíma á Sorpu Breiðhellu hér

Tökum virkan þátt og nýtum þessa þjónustu

Íbúar eru hvattir til að nota endurunnar umbúðir eða margnota poka við hreinsunina. Bent er á að ekki má setja garðaúrganginn í pokum í gáminn heldur skal losa úr pokunum beint í gáminn. Tilvalið er einnig, þar sem möguleikinn er fyrir hendi, að safna garðaúrgangi í safnhaug á góðum stað í garðinum og nýta til moltugerðar. Íbúar í öllum hverfum Hafnarfjarðar eru hvattir til að taka virkan þátt í hreinsuninni og er tilvalið í aðdraganda hreinsunardaga og á meðan á hreinsunardagar standa yfir að taka til hendinni í garðinum, snyrta runna og beð.

Skyldur lóðareigenda

Að gefnu tilefni er sérstök athygli vakin á því að lóðarhöfum er skylt að halda vexti trjáa og runna á lóðinni innan lóðarmarka. Trjágróður getur skapað óþægindi og jafnvel hættu fyrir gangandi og akandi vegfarendur. Eins er lóðareigendum bent á að ákveðnar reglur gilda um byggingu á skjólvegg og grindverki innan lóðar sem mikilvægt er að kynna sér.

Hreinsum Hafnarfjörð!

Hreinsum, endurnýtum, flokkum og plokkum!