Fréttir
  • HafnarfjordurAslandid

Hreinsum Hafnarfjörð - hreinsum nærumhverfið

9. apr. 2019

Dagana 11. apríl - 20. maí standa yfir hreinsunardagar í Hafnarfirði undir yfirskriftinni
HREINSUM HAFNARFJÖRÐ. 

Íbúar í öllum hverfum Hafnarfjarðar eru hvattir til að taka virkan þátt í hreinsun á
Hafnarfirði. Hreinsunardagur í götunni eða hverfinu býður upp á skemmtilega
samveru. Beiðni um að pokar séu sóttir eftir hverfahreinsun skal senda á
hafnarfjordur@hafnarfjordur.is - nú þegar eru einhver hverfi farin af stað! Við hvetjum íbúa til að vera dugleg að deila myndum undir merkjunum: #hreinsumhafnarfjörð #hreinnhafnarfjörður #flokkumogplokkum 

Duglegar-stelpur-i-AslandinuÞessar flottu stelpur tóku til hendinni í nærumhverfi sínu í Áslandinu. Framtíðin er björt með þessum!

VORSÓPUN Á GÖTUM, STÉTTUM OG GÖNGUSTÍGUM

Vorsópun hefst þriðjudaginn 9. apríl. Bænum er skipt upp í 15 hverfi og eru hverfin skiltuð upp degi fyrir sópun með tilkynningu um fyrirhugaða sópun. Við hvetjum fjölskyldur og fyrirtæki að sópa í kring hjá sér áður en “sóparinn” mætir á svæðið! 

HREINSUN GRÓÐURS OG LÓÐA 

Núna er rétti tíminn fyrir trjá- og runnaklippingar. Meðan hreinsunardagar standa yfir er tilvalið að taka til hendinni í garðinum. Vakin er sérstök athygli á því að lóðarhöfum er skylt að halda vexti trjáa og runna á lóðinni innan lóðarmarka. Trjágróðurinn getur skapað óþægindi og jafnvel hættu fyrir gangandi og akandi vegfarendur.

GARÐÚRGANGUR SÓTTUR HEIM

Garðúrgangur verður sóttur heim dagana 6. - 20. maí. 6. maí í norður- og vesturbæ, Hraunum og miðbæ. 13. maí í Setbergi, Kinnum og Hvömmum og 20. maí í Áslandi, Völlum og Holti. Allur úrgangur þarf að vera í hæfilega þungum pokum