Fréttir
  • Mynd1AndriOmarsson_1569598149695

Hlaðvarpið VITINN - nýr þáttur er kominn í loftið!

27. sep. 2019

Þriðji þáttur Vitans, hlaðvarps Hafnarfjarðarbæjar er kominn í loftið. Í þessum þætti ræðir Árdís Ármannsdóttir samskiptastjóri við Andra Ómarsson verkefnastjóra viðburða. Andri veitir hlustendum gott yfirlit yfir þann fjölda fjölbreyttu viðburða sem í boði eru í Hafnarfirði yfir árið, ræðir samheldni Hafnfirðinga, sérstöðu bæjarins og mikilvægi einstaklingsframtaksins fyrir samfélagið í heild sinni. Svo styttist í jólin og undirbúningur Jólaþorpsins í Hafnarfirði kominn á fullt!

Í Vitanum er spjallað við áhugaverða einstaklinga sem starfa í þágu bæjarins. Þannig er tekin fyrir þjónusta sveitarfélagsins, áhugaverð þróunarverkefni og viðfangsefni á fjölbreyttu sviði. Hlaðvarpið opnar á ítarlegri umfjöllun um einstaka verkefni, þjónustu og mál sem eru mikið í umræðunni hverju sinni. Hægt er að nálgast alla þætti Vitans HÉR en einnig á hlaðvarpsveitum á borð við Spotify , Simplecast og Podcast Addict. Unnið er að því að gera Vitann aðgengilegan á fleiri veitum.

JolaAndri1

Þáttur #3: Andri Ómarsson, verkefnastjóri viðburða 

Í þessum þætti Vitans, hlaðvarpi Hafnarfjarðarbæjar, ræðir Árdís Ármannsdóttir samskiptastjóri við Andra Ómarsson, verkefnastjóra viðburða. Hafnarfjörður hefur stimplað sig rækilega inn sem menningarbærinn síðustu árin og fjöldi fjölbreyttra viðburða og skemmtana í boði í viku hverri sem hefur haft mjög jákvæð áhrif á samfélagið í heild og rekstur á svæðinu. Þannig hefur m.a. fjöldi nýrra veitingastaða og kaffihúsa sprottið upp út um allan bæ og fjöldi innlendra og erlendra gesta aukist til muna. Hingað koma gestir í margþættum tilgangi, til að upplifa fallegt umhverfi og náttúruperlur, skella sér á tónleika í hjarta Hafnarfjarðar, leiksýningar og listasýningar, á kaffihús eða út að borða eða til að upplifa list, sögu, hönnun og hvers kyns hamingju í verslunum og búðum víðs vegar um bæinn. Andri fer hér yfir þá föstu viðburði sem í boði eru yfir árið, ræðir um einstakan samhug Hafnfirðinga og mikilvægi einstaklingsframtaksins. Það styttist í jólin og er undirbúningur Jólaþorpsins í Hafnarfirði kominn á fullt enda um að ræða stóra hátíð sem stendur yfir allar helgar í desember og margar hendur koma að. Hátíð sem er flestum Íslendingum orðin að góðu kunn og orðin fastur liður og hefð á aðventunni. 

Upptökudagur: 13. september 2019.