Fréttir  • Hjolavaennvinnustadur2018

Hjólavænn vinnustaður

26. sep. 2018

Hafnarfjarðarbær, starfsstöð bæjarins á Norðurhellu,  tók á móti sinni fyrstu vottun sem hjólavænn vinnustaður í Evrópsku samgönguvikunni. Nú hafa 32 vinnustaðir á landinu útskrifast með hjólavottun og tveir endurnýjað sína fyrstu vottun. Hjólavottunin gildir í tvö ár frá útgáfudegi. 

Með hjólavottun vinnustaða er hlúð að því að bjóða gott aðgengi fyrir viðskiptavini og starfsmenn. Hugað er að hjólastæðum, fræðslu, samgöngustefnu og samgöngusamningum svo eitthvað sé nefnt.  Samkvæmt gátlista sem liggur frammi á vefsíðunni www.hjolavottun.is safna vinnustaðir stigum fyrir aðbúnaðinn hjá sér. 25 - 49 stig gera brons, 50 – 74 í silfur og yfir 75 stig er gull. Mest er hægt að fá 100 stig. Hæsta skor sem nokkur vinnustaður hefur náð sér í, er Advania sem í ár útskrifaðist með 93 stig.  Hjólafærni á Íslandi annast úttekt vinnustaðanna og veitir ráðgjöf um úrbætur. Hjólavottun var búin til Hjólum.is , sem er samfélagslegt samstarfsverkefni Hjólafærni á Íslandi, Landsbankans, Vínbúðarinnar, Varðar, Rio Tinto, Landsvirkjunar, Reykjavíkurborgar og TRI. 

Heimasíða verkefnisins er www.hjolavottun.is