Fréttir
Hin hlið flugeldanna

30. des. 2015

Mikið rusl fellur til um áramót þegar tonnum af flugeldum er skotið á loft. Flugeldar sem gleðja okkur þegar þeir birtast í fallegum litum fyrir ofan okkur en gleðja okkur kannski síður þegar þeir lenda á jörðu niðri á víð og dreif um fallega bæinn okkar.
Tökum höndum saman og hreinsum upp eftir áramótin

Það er eins í þessu eins og svo mörgu öðru að margar hendur vinna létt verk. Við hvetjum íbúa Hafnarfjarðarbæjar að sýna gott fordæmi, hreinsa upp eftir sig og koma í förgun. Ef sem flestir gefa sér tíma í það á nýja árinu að fegra nærumhverfi sitt og aðstoða þá komum við bænum í gott horf fljótt og örugglega að áramótunum liðnum.

Mælt er með því að rusl eftir flugelda sé flutt í móttökustöðvar Sorpu.
Gleðilega og fallega flugelda!