Fréttir
  • Holtin

Heitavatnslaust í suðurhluta Hafnarfjarðar í dag frá 8-18

30. júl. 2019

Vegna viðgerðar er heitavatnslaust í suðurhluta Hafnarfjarðar þri. 30. júlí kl. 08:00-18:00.

Sjá nánar á meðfylgjandi korti

Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Í kuldatíð er ráðlegt að hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en þörf krefur til að koma í veg fyrir að það kólni.

Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa.